Fleirum sagt upp í ár en í fyrra

Fjölda flugmanna Icelandair hefur verið sagt upp störfum og tugum flugstjóra tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins en um er að ræða árstíðarbundnar uppsagnir hjá flugfélaginu. Hins vegar segir í fréttinni að fjöldi uppsagna nú sé talsvert meiri en verið hafi undanfarin ár.

Þannig hefur Icelandair sagt að minnsta kosti 115 flugmönnum upp störfum. Flugfélagið hyggst enn fremur færa 70 flugstjóra niður í stöðu flugmanns. Samtals starfa um 520 flugmenn hjá félaginu. Hafa uppsagnirnar verið tilkynntar Félagi íslenskra atvinnuflugmanna.

Haft er eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að uppsagnirnar séu fleiri í ár en í fyrra sem skýrist af því að útlit sé fyrir minni vöxt komandi vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK