Kannast ekki við málið

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Embætti ríkislögreglustjóra býr ekki yfir upplýsingum um að hryðjuverkamenn hafi flutt peninga til Íslands í þeim tilgangi að þvætta þá. Þetta kemur fram í skriflegu svari embættisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem send var eftir að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í síðustu viku að dæmi væru um að grunur hefði vaknað um að peningar hefðu verið sendir til Íslands til að þvo þá áður en með þeim yrðu keypt vopn eða þeir notaðir í hryðjuverkastarfsemi.

Ummælin hafði hann uppi í umræðu um skattsvik og tillögur tveggja starfshópa um aðgerðir gegn skattsvikum og peningaþvætti.

Í áðurnefndu svari embættis ríkislögreglustjóra er enn fremur hvatt til þess að fyrirspurn þessa efnis verði beint til ráðherra.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir