Costco fær að stækka bensínstöðina

Bensínstöðin við Costco var opnuð í síðasta mánuði.
Bensínstöðin við Costco var opnuð í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Costco í Kauptúni hefur fengið leyfi frá bæjarráði Garðabæjar um að fjölga bensíndælum sínum við verslunina. Í dag eru dælurnar tólf en sótti Costco um að fá að bæta við fjórum til viðbótar.

Í fundargerð bæjarráðs Garðabæjar kemur fram að afgreiðsla byggingafulltrúa um að veita Costco leyfi fyrir stækkun hafi verið samþykkt í morgun. 

Beiðni Costco um að stækka bensínsstöðina barst bæjarráði 12. júní síðastliðinn. Þar kom fram að stöðin starfi við há­marks­getu og myndi njóta góðs af fjór­um dæluslöng­um til viðbót­ar til að bæta um­ferðarflæði um svæðið. 

Í síðustu viku samþykkti bæjarráð að vísa er­indi Costco til af­greiðslu bygg­inga­full­rúa og þá var tækni- og um­hverf­is­sviði Garðabæj­ar falið að skoða mögu­leika á breikk­un veg­ar við aðkomu að bens­íns­stöð.

Deilu­skipu­lag í Kaup­túni gerði ráð fyr­ir því að við bens­ín­stöð Costco gætu verið allt að 16 dæl­ur en Costco sótti aðeins um að fá tólf dæl­ur. Eins og fyrr segir hefur Costco óskað eftir því að bæta við fjórum dælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK