Telja að verðbólgutakturinn muni hækka

Deildin spáir 0,1% lækkun vísitölunnar í júlí, 0,5% hækkun í …
Deildin spáir 0,1% lækkun vísitölunnar í júlí, 0,5% hækkun í ágúst og 0,3% hækkun í september. Verðbólga mun samkvæmt því mælast 1,7% í septembermánuði. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgutakturinn muni hækka næstu mánuðina en að verðbólga verði þó áfram nokkuð undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Þá er það mat deildarinnar að sterkari króna, aukin samkeppni á smásölumarkaði og hægari hækkun íbúðaverðs en undanfarna mánuði munu samanlagt halda aftur af verðbólgunni.

Deildin spáir 0,1% lækkun vísitölunnar í júlí, 0,5% hækkun í ágúst og 0,3% hækkun í september. Verðbólga mun samkvæmt því mælast 1,7% í septembermánuði.

Húsnæðisliðurinn leggur að jafnaði mest til hækkunar vísitölu neysluverðs á tímabilinu í spá deildarinnar eða 0,23% í mánuði hverjum að jafnaði. Útsöluáhrif munu svo setja svip sinn á júlímælingu vísitölu neysluverðs að vanda og útsölulok að sama skapi á ágúst- og septembermælingarnar. Þá gerir deildin ráð fyrir nokkurri árstíðarbundinni hækkun flugfargjalda í júlí, en lækkun í ágúst og september.

Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar var vísitala neysluverðs óbreytt í júní frá fyrri mánuði. Verðbólga mælist nú 1,5% en var 1,7% í maí og hefur hún ekki mælst minni hér á landi frá ágúst í fyrra. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,41% í júní og m.v. þá vísitölu mælist 3,1% verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði.

„Þessi mikli munur á vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis endurspeglar þá staðreynd að íbúðaverð hefur undanfarið verið langstærsti áhrifaþáttur til hækkunar vísitölu neysluverðs á meðan verðlækkun á innfluttum vörum hefur vegið æ þyngra til lækkunar vísitölu neysluverðs,“ segir í samantekt deildarinnar.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,6% og er sú hækkun …
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,6% og er sú hækkun í takti við væntingar deildarinnar og skýrist af árstíðarbundinni sveiflu nú þegar ferðamannatíminn er að ná hámarki. mbl.is/Styrmir Kári

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,6% og er sú hækkun í takti við væntingar deildarinnar og skýrist af árstíðarbundinni sveiflu nú þegar ferðamannatíminn er að ná hámarki. „Þrátt fyrir þá hækkun hafa flugfargjöld til útlanda samanlagt lækkað um  tæplega 13% frá sama tíma í fyrra, enda hefur krónan styrkst og samkeppni í millilandaflugi aukist á tímabilinu,“ segir í samantektinni.

Meira kemur þó á óvart 3,5% hækkun á fataverði milli mánaða. „Við áttum frekar von á einhverri lækkun þessa liðar í ljósi vaxandi samkeppni og þróunar krónu undanfarna mánuði,“ segir í samantekt deildarinnar en hana má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK