Ingólfur tekjuhæsti endurskoðandinn

Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi hjá skilanefnd Glitnis, er tekjuhæsti endurskoðandinn í fyrra en tekjur hans námu 7,7 milljónum króna á mánuði í fyrra. 

Jóhann G. Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ölgerðarinnar, er næstur á listanum með 3,7 milljónir króna í tekjur á mánuði.

Ingólfur Hauksson.
Ingólfur Hauksson.

Theodór S. Sigurbergsson, löggiltur endurskoðandi hjá Grant Thornton, var með 2,5 milljónir á mánuði og Matthías Þór Óskarsson hjá KPMG var með 2,1 milljón á mánuði í tekjur í fyrra.

Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi hjá AT-ráðgjöf, er neðstur á lista þeirra endurskoðenda sem rata á síður Tekjublaðs Frjálsrar verslunar í ár. Hann er með 628 þúsund krónur í tekjur á mánuði 2016.

Sighvatur Halldórsson hjá PwG er með 882 þúsund og Árni Sigurður Snæbjörnsson hjá Ernst & Young var með 898 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­ind­um vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um, seg­ir í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK