Kröfur upp á 315 milljarða í þrotabúi Landic Property

Landic property.
Landic property.

Lýstar kröfur í þrotabú Landic Property hf. námu tæpum 315 milljörðum íslenskra króna en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 2010. Skiptum lauk 16. júní síðastliðinn.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Landic Property var umsvifamikið fasteignafélag árin fyrir hrun en var eins og fyrr segir úrskurðað gjaldþrota árið 2010.

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að samþykktar almennar kröfur í búið hafi verið 116,5 milljarðar króna en úthlutun úr búinu fór fram í þrennu lagi. Í júní 2013 var rúmum milljarði af fé búsins úthlutað og í júní 2014 var úthlutað hltu þrotabúsins í fasteignafélaginu Reitum. Til úthlutunar nú koma eignir búsins sem nema 285 milljónum króna.

Landic Property fór í greiðslustöðvun í apríl 2009. Þegar að félagið var úrskurðað gjaldþrota skuldaði það um 120 milljónir króna.

Landic Property var með mikil umsvif á Norðurlöndunum en það varð til  við samruna fasteignafélaganna Stoða, Atlas Ejendomme og Keops í október 2007. Þá voru heildareignir Landic Property metnar á um 376 milljarða íslenskra króna.

Þá vitnaði Morgunblaðið í viðtal Sigríðar Hrefnu Hrafnkelsdóttur, yfirmanns Landic Property í Danmörku við viðskiptavef Berlingske Tidende að stefnt væri að því að tvöfalda eignir félagsins þar, einkum með kaupum á Fjóni og á Jótlandi.

Félagið átti hér á landi stórar eignir eins og Kringluna en í Kaupmannahöfn átti það stórverslanirnar Magasin og Illum. Í ágúst 2009 voru eignirnar þó seldar til hóps fjárfesta, þar á meðal Straums-Bruðaráss. Virði fasteignanna var um fjórir milljarðar danskra króna eða tæpir 97 milljarðar íslenskra króna á þeim tíma.

Gefin var út tilkynning þar sem vitnað var í  Viðar Þorkels­son, for­stjóra Landic Property sem sagði söluna mikilvægan áfanga í endurskipulagningu félagsins sem „í fram­hald­inu mun ein­beita sér að rekstri fast­eigna á Íslandi.”

Fimm mánuðum seinna var félagið úrskurðað gjaldþrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK