Beiðnum fjölgað um 191 frá 31. maí

Af 610 staðfestum beiðnum eru 240 þeirra í Reykjavík.
Af 610 staðfestum beiðnum eru 240 þeirra í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sýslumaður hefur staðfest 610 beiðnir um skráningu heimagistingar frá því breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tóku gildi um áramótin. Þetta er aukning um 191 beiðni frá því mbl.is fjallað síðast um málið 31. maí. Það sem hefur helst gerst síðan þá er að ekki þarf lengur sérstakt starfsleyfi samkvæmt breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem voru samþykktar á Alþingi fyrir heimagistingu.

Það hefur í för með sér töluverðan sparnað fyrir þá sem sækja um leyfið en samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar til dæmis kostar starfsleyfi 34.500 krónur. Þá var jafnframt nauðsynlegt að greiða svokallað eftirlitsgjald, aðrar 34.500 krónur, sem er nú óþarft.

Af þeim beiðnum sem sýslumaður hefur staðfest frá áramótum eru 324 þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Langflestar beiðnirnar eru í Reykjavík eða 240 talsins og samkvæmt lauslegri talningu blaðamanns eru 77 þeirra í miðbænum.

Þegar kemur að landsbyggðinni hafa flestar beiðnir verið samþykktar á Akureyri eða 35 talsins og 33 í Grímsnes og Grafningshreppi eða 33. 19 beiðnir hafa verið samþykktar í Borgarbyggð, 18 í Bláskógabyggð, 14 í Fljótsdalshéraði, 11 í Ísafjarðarbæ og 9 í Reykjanesbæ. Listann í heild má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK