EasyJet stofnar flugfélag í Vín

EasyJet stefnir til Austurríkis.
EasyJet stefnir til Austurríkis. AFP

Breska flugfélagið EasyJet ætlar að stofna nýtt flugfélag í Austurríki til þess að vernda evrópsk viðskiptatengsl félagsins eftir að Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Nýja flugfélagið mun heita EasyJet Europe og verður með höfuðstöðvar í Vín.

Að sögn félagsins mun ekkert breytast fyrir viðskiptavini EasyJet í kjölfar stofnunnar nýja félagsins og að starfsfólkið sem mun starfa hjá EasyJet Europe væri nú þegar starfsmenn félagsins.

Talskona Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun EasyJet fyrst og fremst „viðskiptaákvörðun“ og að ríkisstjórnin væri að vinna að því að ná sem bestum samningum fyrir bresk fyrirtæki eftir Brexit.

EasyJet tilkynnti fyrst um áform sín á síðasta ári um að stofna félag í Evrópu til þess að vera viðbúið þegar að Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Samkvæmt frétt BBC var það helst vegna þess að með Brexit eru líkur á því að Bretar muni ekki hafa aðgang að „Open skies“ samkomulaginu frá árinu 1997. Samkvæmt því gefa flugfélög í Evrópusambandsríkjum flogið á milli staða í Evrópu án sérstakra leyfa. Samningurinn hafði mjög mikil áhrif á stækkun EasyJet og Ryanair á sínum tíma. 

Mögulega þarf að endurskoða samninginn í kjölfar Brexit og með nýja fyrirtækinu vill EasyJet vera öruggt um að geta starfað áfram í Evrópusambandinu.

EasyJet á nú þegar dótturfélag í Sviss en móðurfélagið, EasyJet PLC, verður áfram með höfuðstöðvar í Luton og á hlutabréfamarkaðinum í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK