Novator selur 60 ma. hlut í Play

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Fjárfestingafélag hans Novator ætlar að selja …
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Fjárfestingafélag hans Novator ætlar að selja hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. mbl.is/Ásdís

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætlar að selja 60,8 milljarða króna hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag, sem segir hlutinn verða seldan í næstu viku í hlutafjárútboði í kauphöllinni í Varsjá.

Útboðið er sagt verða það stærsta í sögu Póllands, sé undanskilin sala á nokkrum pólskum ríkisfyrirtækjum. Novator á helmingshlut í Play á móti gríska fjárfestingarfélaginu Tollerton og eru fjárfestingafyrirtækinu sögð hafa hug á að selja 48,6% hlutafjár síns í félaginu í útboðinu.

Fréttablaðið segir Play vera næststærsta fjárskiptafyrirtækið í Póllandi, með 27% hlutdeild á markaði og er það metið á andvirði 261 milljarðs íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK