Icelandair kaupir kvóta á milljarð

Icelandair losaði í fyrra 518.340 tonn af koldíoxíði.
Icelandair losaði í fyrra 518.340 tonn af koldíoxíði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Icelandair hefur greitt tæpar 6,7 milljónir evra í kaup á losunarheimildum síðan flug innan Evrópu var fellt undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir í byrjun árs 2012.

Þessi kostnaður samsvarar um 960 milljónum króna. Er þá miðað við gengi í lok hvers árs, 2012 til 2016, og núverandi gengi fyrir kaupin í ár.

Þær upplýsingar fengust hjá Icelandair að skuldbindingin væri mæld í útblæstri kolefnis sem væri fast hlutfall af eldsneytisnotkun. Félaginu ber að skila Umhverfisstofnun árlega losunarheimildum í samræmi við útblástur kolefnis samkvæmt vottaðri skýrslu um eldsneytisnotkun.

Ólafur Briem, forstöðumaður fjárstýringar hjá Icelandair, segir óvissu um hvernig skuldbindingunni verður háttað eftir árið 2020.

Flugið fer inn í kerfið 2012

Kolefnisgjald hefur verið lagt á flug innan Evrópusambandsins frá ársbyrjun 2012. Var flugið þá fellt inn í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS).

Á vef framkvæmdastjórnar ESB segir að öllum flugfélögum sem starfa í Evrópu hafi síðan verið skylt að halda gögn um losun á koldíoxíði. Félögin fái í staðinn kolefniskvóta sem er hlutfall af sögulegri losun þeirra. Mismuninn þurfa félögin að greiða fyrir með kolefniskvóta sem fæst á markaði. Á það að skapa hvata til að draga úr losuninni.

Rúm hálf milljón tonna

Icelandair losaði í fyrra 518.340 tonn af koldíoxíði. Losunin var reiknuð út frá eldsneytisnotkun 2016 og skýrsla þess efnis vottuð af sérstökum vottunaraðilum, ásamt Umhverfisstofnun. Ólafur segir slíkt alltaf gert áður en árleg skil á losunarheimildum fara fram í apríl ár hvert. Þessi losun myndaði stofn skuldbindingar sem mætt var með úthlutuðum kvóta frá ETS og keyptum kvóta á markaði. Ólafur segir úthlutaða kvótann vera fasta upphæð heimilda sem kemur til úthlutunar ár hvert fram til ársins 2020, þegar þriðja tímabili viðskiptakerfisins lýkur. Allri losun umfram þessa úthlutun þurfi að mæta með kaupum á heimildum á hrávörumörkuðum. Alls keypti Icelandair tæplega 272 þúsund tonn af kvóta á slíkum mörkuðum í fyrra.

Að sögn Ólafs var það líklega hluti af málamiðlun innan ESB að flugfélögin fengu úthlutaðan kvóta þegar kerfið var innleitt. Það hafi verið gert til að gjaldtakan myndi ekki íþyngja flugfélögunum of mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK