Vilja kaupa 25% hlut í Keahótelum

Um 250 manns starfa hjá hótelkeðjunni.
Um 250 manns starfa hjá hótelkeðjunni. mbl.is/Skapti

JL Properties, eitt stærsta fasteignafélag Alaskaríkis, er í viðræðum um kaup á 25% hlut í Kea-hótelkeðjunni. Keahótel reka átta hótel víðs vegar um landið og hjá keðjunni starfa um 250 manns.

Markaðurinn fjallaði um málið í júnímánuði en samkvæmt heimildum hans hafði ekki enn verið endanlega frágengið hvort JL Properties myndi kaupa allt hlutafé Kea-hótela. Var þá fullyrt að gert væri ráð fyrir því að kaupsamningur yrði tilbúinn „á allra næstu dögum“.

Jonathan Rubini, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri JL Properties segir nú við Alaska Dispatch News að fréttaflutningur af kaupum félagsins hafi verið ótímabær. Enn hafi ekki verið gerður kaupsamningur.

Segir hann að yfir standi viðræður um kaup á 25% hlut í keðjunni, sem sé um 6,5 milljóna dala virði, eða sem nemur tæpum 700 milljónum króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK