Örlög Shkrelis komin í hendur kviðdóms

Martin Shkreli hefur skapað sér miklar óvinsældir.
Martin Shkreli hefur skapað sér miklar óvinsældir. AFP

Kviðdómur ræður ráðum sínum í dag um mál Martins Shkrelis sem horfir fram á hátt í 20 ár í fangelsi komist kviðdómurinn að sameiginlegri niðurstöðu um sakfellingu. Shkreli er ákærður fyrir stórfelld fjársvik. 

Greint er frá þessu á fréttavef The Guardian. 

Shkreli komst í heimsfréttirnar árið 2015 þegar hann keypti réttinn á alnæmislyfinu Daraprim og hækkaði verðið fimmtíufalt í einni svipan. Síðan þá hefur hann verið þekktur sem „hataðasti maður Bandaríkjanna.“

Hann var handtekinn í desember 2015, grunaður um að hafa staðið fyrir svikamyllu á fjármálamörkuðum þar sem hann notaði fjármagn frá nýjum fjárfestum til þess að greiða út til annarra og borga niður sínar eigin skuldir. Shkreli hefur alfarið neitað sök. 

Þá er honum gefið að sök að hafa logið til um stærð og stöðu sjóðanna. Hann hafnaði því að bera vitni í réttarhöldunum en lögmaður hans fullyrti að allir fjárfestar hefðu grætt á fjárfestingum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK