Hefja gjaldtöku á útsýnispalli Perlunnar

Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar. Frá og með 1. september þurfa ...
Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar. Frá og með 1. september þurfa 16 ára og eldri að greiða 490 krónur til að virða fyrir sér útsýnið. mbl.is/Hanna

Perla norðursins mun hefja gjaldtöku út á útsýnispall Perlunnar 1. september. Fram kemur í tilkynningu að gjaldið verði 490 krónur fyrir 16 ára og eldri en frítt verði fyrir 15 ára og yngri sem og gesti íshellis og jöklasýningar Perlunnar.

Þá segir, að gjaldtakan sé sett á vegna aukins viðhalds- og rekstrarkostnaðar en Perlan muni í kjölfarið fjölga upplýsingastöndnum á útsýnispallinum í þeim tilgangi að auka upplifun gesta og fræða þá enn betur um það sem fyrir augu ber. 

„Þegar mest er koma um 5 þúsund gestir til okkar í Perluna á degi hverjum og hefur þessi umferð kallað á aukinn kostnað. Við munum því leggjast í framkvæmdir á útsýnispallinum á næstu misserum þar sem við munum stórbæta aðstöðuna og þar af leiðandi upplifun þeirra sem á útsýnispallinn koma,“ segir Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins, í tilkynningunni.

„Perlan verður þó að sjálfsögðu opin öllum gestum þeim að kostnaðarlausu og vonum við að gestir Perlunnar taki vel í þetta framtak.“

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir