Undirbúa útflutning á grænmeti

Íslenskar gúrkur og tómatar verða mögulega seldar í IRMA-verslunarkeðjunni í ...
Íslenskar gúrkur og tómatar verða mögulega seldar í IRMA-verslunarkeðjunni í Danmörku. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vonir standa til að hægt verði að hefja útflutning og sölu á íslensku grænmeti í Danmörku eftir um það bil eitt ár ef áætlanir og undirbúningsvinna gengur eftir.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mikinn áhuga á hefðbundnum ylræktartegundum, einkum gúrkum og tómötum frá Íslandi meðal Dana sem koma að undirbúningi að mögulegri sölu á íslensku grænmeti í Danmörku og jafnvel einnig í Þýskalandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að hugmyndin sé fyrst og fremst sú að grænmetið verði selt í IRMA-verslununum sem tilheyra Coop-samstæðunni, sem er með stóra hlutdeild eða hátt í 40% af danska markaðinum.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir