Nespresso-verslun opnuð í Kringlunni

Nespresso-verslun í París í Frakklandi.
Nespresso-verslun í París í Frakklandi. Ljósmynd/Nestle-nespresso

Stefnt er að opnun Nespresso-verslunar í Kringlunni 1. desember næstkomandi. Netverslunin verður opnuð í nóvember en verslunin sjálf í desember. 

Jóhanna Sævarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri og á næstu mánuðum er stefnt að því að ráða kaffisérfræðinga í allt að tólf stöðugildi. 

Fjöldi Íslendinga á kaffivélar frá Nespresso sem seldar eru hér á landi en á tímum hefur reynst erfitt að nálgast kaffihylkin og dæmi eru um að kaffiþyrstir birgi sig upp í borgarferðum, að því er fram kemur í umfjöllun um opnuin verslunarinnar í ViðskiptaMogganum í dag.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir