Bréfin hækkuðu eftir kaup stjórnenda

Icelandair Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 5,56%. Hækkunin varð í kjölfar fregna um að lykilstjórnendur hjá félaginu hafi keypt þar hlutabréf í dag.

Þeir Björgólfur Jóhansson forstjóri og Bogi Nils Bogason fjármálastjóri, keyptu samtals 1.250.000 hluti í félaginu í dag. Bogi keypti 750.000 hluti á genginu 14,1 en Björgólfur 500.000 hluti á genginu 14,33. Við lokun markaða í dag stóð gengið bréfa félagsins í 14,99 krónum.

Önnur félög sem hækkuðu í Kauphöllinni í dag voru Síminn eða um 0,36% og Skeljungur um 0,71%. Hagar lækkuðu um 0,4% og Reitir 0,3%. Önnur félög stóðu í stað.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir