Glaðheimar spretta upp við Lindirnar

Hestamenn í Gusti höfðu áður aðstöðu á svæðinu.
Hestamenn í Gusti höfðu áður aðstöðu á svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Uppbygging nýs hverfis í Glaðheimum við Lindahverfi í Kópavogi er vel á veg komin. Í hverfinu rísa tíu fjölbýlishús í fyrsta áfanga af þremur en næsti áfangi er þegar í undirbúningi. 

Fyrir tveimur og hálfu ári var greint frá áformum um að reisa nýtt hverfi við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis.

Í heildina rísa um 300-400 íbúðir en fyrir rúmum áratug höfðu hestamenn í Gusti aðstöðu á svæðinu. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að heildarútlit hverfisins skipti höfuðmáli. 

„Við leggjum áherslu á að samræma efnisval eins og hellulagnir svo að útlit hverfisins verði samfellt,“ segir Theodóra. Hún bætir við að hverfið verði umhverfisvænt með tilliti til lýsingar og sorpmála. Þá verður tengjum fyrir rafbíla komið fyrir í miklum mæli.

Í fyrsta áfanga rísa einungis fjölbýlishús en í öðrum áfanga rís blönduð byggð nær Reykjanesbrautinni og að sögn Theodóru er lagt upp með að öll grunnþjónusta sé í göngufæri. Fjölbýlishúsin eru mislangt á veg komin en gert er ráð fyrir þau verði tilbúin á næstu mánuðum.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir