Kalanick kærður fyrir svik

Travis Kalanick hætti sem framkvæmdastjóri Uber í júní.
Travis Kalanick hætti sem framkvæmdastjóri Uber í júní. AFP

Travis Kalanick, fyrrverandi framkvæmdastjóri Uber, hefur verið lögsóttur af einum stærsta  hluthafa fyrirtækisins fyrir svik. Kalanick, sem var látinn hætta sem framkvæmdastjóri í júní hefur verið lögsóttur af félaginu Benchmark Capital sem á 13% hlut í Uber en hann hefur verið sakaður um að reyna að koma bandamönnum sínum inn í stjórn fyrirtækisins. Talsmaður Kalanick hefur þó sagt ásakanirnar byggja á engu.

Lögmenn Benchmark halda því fram að Kalanick hafi sóst eftir því að festa sig í sessi í stjórn Uber og auka vald sitt í fyrirtækinu. Þá segir í kærunni að markmið Kalanick hafi verið að fylla stjórn Uber með „hliðhollum bandamönnum“ og að það væri tilraun hans til þess að einangra fyrri hegðun sína og gera það auðveldara fyrir hann að komast aftur í stöðu framkvæmdastjóra.

Kalanick var harðlega gagnrýndur í stöðu framkvæmdastjóra, ekki síst fyr­ir að hafa sest í viðskiptaráð Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þá fóru fimm af helstu hlut­höf­um Uber fram á að hann léti af störf­um sem hann gerði síðan í lok júní.

Und­ir stjórn Kalanick juk­ust árs­tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins upp í meira en 7 millj­arða dala. En hann leiddi fyr­ir­tækið líka í vand­ræði, svo sem með notk­un „Grey­ball“-hug­búnaðar­ins sem Uber notaði til að villa um fyr­ir stjórn­völd­um, eða þegar fyr­ir­tækið komst yfir sjúkra­skýrsl­ur konu í Indlandi sem sakaði öku­mann Uber um nauðgun.

Önnur skýrsla sem Uber lét gera skoðaði 215 ásak­an­ir um áreitni og einelti inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, og leiddi til þess að í síðustu viku voru 20 starfs­menn Uber rekn­ir. Hafa þessi vanda­mál haldið yf­ir­stjórn Uber mjög upp­tek­inni og hef­ur þynnst í röðum stjórn­end­anna á sama tíma. 

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK