Papco segir upp sex vegna Costco

Stöðugur straumur fólks er í Costco alla daga vikunnar.
Stöðugur straumur fólks er í Costco alla daga vikunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Papco, eini pappírsframleiðandi landsins, hefur sagt upp heilli vakt í verksmiðju sinni, eða sex manns, vegna samdráttar í sölu sem rakin er beint til opnunar stórverslunar Costco hér á landi.

Að sögn Alexanders Kárasonar, sölustjóra neytendasviðs Papco, er samdráttur í sölu fyrirtækisins á milli ára um 20-30%.

„Samkvæmt athugunum okkar er Costco hér á landi að selja sinn eigin klósettpappír, Kirkland, á umtalsvert lægra verði hér en verslunin gerir í Bretlandi. Verðið sem fyrirtækið býður hér á landi er undir kostnaðarverði. Það er heimsmarkaðsverð á pappír, og því er auðvelt að sjá hvernig í þessu liggur. Ef við ætluðum að keppa við þetta verð eða framleiða pappír fyrir þá á þessu verði værum við að borga með vörunum,“ segir Alexander í samtali við Morgunblaðið. Félagið hefur nálgast Costco og boðið upp á samstarf en ekki fengið nein svör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK