Skiltastríð í Norðurturni harðnar enn

Norðurturninn. Íslandsbanki hefur hafnað sáttatillögum nágranna sinna.
Norðurturninn. Íslandsbanki hefur hafnað sáttatillögum nágranna sinna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Deilt hefur verið um merkingar á Norðurturninum við Smáralind frá því seint á síðasta ári þegar stjórn Norðurturnsins hf. tók ákvörðun um að Íslandsbanka væri einum heimilt að setja merki sitt efst á ytra byrði turnsins.

Sáttaumleitanir hafa engan árangur borið, en hvorki Íslandsbanki né Norðurturninn hafa viljað tjá sig um málið. Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail, sem leigir efstu hæðir hússins, stefndi fyrirtækjunum tveimur fyrr í sumar vegna deilunnar og hefur sakað Íslandsbanka um yfirgang og valdníðslu.

Aðeins er liðið rúmt ár frá því að leigupláss í Norðurturninum fylltist, en leigusalinn samdi á ólíkan hátt við þau þrjú fyrirtæki sem leigja í turninum hvað varðar merkingar á byggingunni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir