Tæknirisar glíma við starfsmannaveltu

AFP

Þrátt fyrir himinhá laun og fríðindi í tæknigeiranum eiga fyrirtækin erfitt með að halda fólki innan sinna raða. Í samanburði milli tæknirisanna í Bandaríkjunum kom í ljós að hjá Facebook er starfsaldurinn að meðaltali hæstur. 

Þetta kemur fram í frétt Business Insider. Að meðaltali vinna starfsmenn Facebook 2,02 ár hjá fyrirtækinu en á hinum endanum er leigubílafyrirtækið Uber þar sem meðaltalið er 1,23 ár. Ljóst er að Uber á mikið verk fyrir höndum ætli fyrirtækið sér að sannfæra starfsfólk um að staldra lengur við. 

Að neðan er listi yfir meðalstarfsaldur tíu stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum. 

Facebook: 2,02 ár

Google: 1,90 ár

Oracle: 1,89 ár

Apple: 1,85 ár

Amazon: 1,84 ár

Twitter: 1,83 ár

Microsoft: 1,81 ár

Airbnb: 1,64 ár

Snap Inc.: 1,62 ár

Uber: 1,23 ár

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir