Tjón á húsi OR nemur 1,7 milljörðum

Orkuveita Reykjavíkur íhugar lagalega stöðu sína vegna ástands höfuðstöðvanna í ...
Orkuveita Reykjavíkur íhugar lagalega stöðu sína vegna ástands höfuðstöðvanna í Bæjarhálsi. Styrmir Kári

Kostnaður við úrbætur vegna rakaskemmda á hluta skrifstofuhúsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls verður að minnsta kosti 1,7 milljarðar króna. Engin ákvörðun liggur fyrir um aðgerðir enn.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Orkuveitan gaf út í dag. Fyrirtækið mun óska eftir dómkvöddum matsmanni til að meta tjónið og ástæður þess og á grundvelli matsins mun Orkuveitan meta lagalega stöðu sína og verja hagsmuni fyrirtækisins.

Greint var frá því í janúar að raka­skemmd­irn­ar á húsinu mætti rekja til sam­blöndu hönn­un­ar húss­ins og upp­setn­ing­ar á veggja­kerf­inu sem hyl­ur húsið að utan. Þá sagði upp­lýs­inga­full­trúi OR að sannarlega væri til skoðunar að höfða mál á hendur verktakanum sem byggði húsið á sínum tíma.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir