Kaup Kviku á Virðingu fá brautargengi

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Kviku banka á Virðingu. Ekki er talið að samruninn hindri virka samkeppni eða leiði til markaðsráðandi stöðu. 

Greint var frá því í lok júní að eig­end­ur 96,69% hluta­fjár í Virðingu hefðu samþykkt til­boð stjórn­ar Kviku í hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. Kaup­in voru háð samþykk­i eft­ir­lits­stofn­ana og í dag birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun vegna málsins. 

Í ákvörðuninni segir meðal annars að með samrunanum verði samþjöppun á tilteknum undirmörkuðum fjármálaþjónustu en stóru viðskiptabankarnir þrír gnæfi yfir keppinauta sína hvort sem litið sé til stærðar efnahagsreiknings, fjölda starfmanna eða hlutdeildar á einstökum undirmörkuðum fjármálaþjónustu.  

„Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK