Heldur verðbólgunni niðri

Tilkoma Costco er kjarabót.
Tilkoma Costco er kjarabót. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kaupmáttur landsmanna í mat og drykk er í sögulegu hámarki og hefur aukist um tæp 8% frá áramótum. Til samanburðar jókst kaupmáttur launa um 4,4% til loka júlí.

„Kaupmáttur á þennan mælikvarða hefur aldrei verið meiri. Það er í raun nokkuð síðan hann fór yfir þann topp sem hann náði rétt fyrir hrun. Kaupmáttur launa gagnvart mat og drykk sló fyrra met frá 2007 á fyrsta ársfjórðungi 2016 og er nú u.þ.b. 15% meiri en hann varð mestur fyrir 10 árum,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir aðspurður að vegna aukinnar samkeppni í verslun muni veiking krónu frá júníbyrjun leiða til minni verðhækkana í haust en ella. Þessi áhrif aukinnar samkeppni séu meiri en Íslandsbanki áætlaði. Innkoma Costco og síðar H&M á markaðinn hafi haft merkjanleg áhrif. Þá aukist netverslun dag frá degi sem auki enn á samkeppni í verslun.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir