Vísitala neysluverðs hækkar um 0,25%

Flugfargjöld til útlanda lækka um 12,6% í ágúst frá júlí.
Flugfargjöld til útlanda lækka um 12,6% í ágúst frá júlí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, er 1,7% á Íslandi og því töluvert minni en verðbólgumarkmið Seðlabankans hljóða upp á en þau eru 2,5%. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,25% í ágúst frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,18% frá júlí 2017.

Flugfargjöld til útlanda lækka um 12,6% (áhrif á vísitöluna -0,19%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 0,5% (0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur lækkað um 3%. 

Verðbólgan hefur ekki farið yfir 2% á Íslandi síðan í nóvember í fyrra er hún mældist 2,1%. Fara þarf aftur til janúar 2014 til þess að sjá 12 mánaða verðbólgu fara yfir 2,5% en þá mældist hún 3,1%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir