Tekjur ríkissjóðs milljörðum undir áætlun

mbl.is/Brynjar Gauti

Tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi þessa árs voru 358,7 milljarðar króna sem er 3,5 milljörðum undir áætlun. Í árshlutauppgjörinu eru frávikin milli útgjalda og áætlana sögð of mikil og að nauðsynlegt sé að ráðuneytin tryggi að bókhald endurspegli raunverulega stöðu. 

Tekjuskattur einstaklinga var 8,7 milljörðum undir áætlun sem skýrist af um 10 milljarða endurgreiðslu vegna uppgjörs ársins 2016 sem var í júní en áætlun gerði ráð fyrir að yrði í júlí.

Tekjur stofnana eru um 6 milljörðum króna yfir áætlun sem skýrist af tæknilegum þáttum og af innbyrðis færslum sem ekki er lokið við að leiðrétta fyrir.

Gjöld tímabilsins eru 340 milljarðar eða 14,7 milljörðum undir áætlun en tekjur umfram gjöld eru 18,7 milljarðar eða 11,1 milljarði yfir áætlun. 

Í niðurstöðu uppgjörsins segir að of mikið sé um frávik milli útgjalda og áætlana sem skýrist af tæknilegum þáttum fremur en að um raunveruleg frávik sé að ræða. Frávikin eru tæknilegs eðlis, er um að ræða veikleika í færslu bókhalds, áætlanagerð eða dreifingu fjárveitinga.

„Nauðsynlegt er að ráðuneytin tryggi að staða bókhalds á hverjum tíma sýni sem raunverulegasta stöðu bókhalds og afkomu liða.“

Nánar um árshlutauppgjör ríkissjóðs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK