Engum sagt upp – Björn Ingi hættir

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. …
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. Hann keypti 10% hlut við árslok 2014 þegar félagið keypti 70% hlut í DV. mbl.is/Kristinn

Frjáls fjölmiðlun, sem er að fullu í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, tekur yfir útgáfu DV og annarra miðla sem tilheyrðu Vefpressunni. Kaupsamningur, þess efnis að Frjáls fjölmiðlun kaupi fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum, var undirritaður í vikunni.

Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Pressunni og Frjálsri fjölmiðlun. Þar kemur einnig fram að allt starfsfólk fjölmiðlanna haldi störfum fyrir utan Björn Inga Hrafnsson, stofnanda Vefpressunnar. Hann hverfur til annarra starfa.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ segir Björn Ingi.

„Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“ 

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. „Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Fram undan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK