Útgjöld til löggæslu hækka mikið vegna launa- og verðlagsbreytinga

Útgjöld vegna löggæslu hækka um tæpar 730 milljónir
Útgjöld vegna löggæslu hækka um tæpar 730 milljónir mbl.is/Golli

Áætluð rekstrarframlög vegna löggæslu fyrir árið 2018 nema tæplega 14,5 milljörðum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun og hækka um 5,4% frá gildandi fjárlögum. Heildarútgjöld ríkisins vegna löggæslu nema tæpum 15 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpi segir að heildarfjárheimild málaflokksins hækki um 154,3 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 572,1 milljón. 

Undir málaflokkinn fellur starfsemi ríkislögreglustjóra og níu lögregluembætti, þar með talið löggæsla, landamæraeftirlit, lögreglumenntun, almannavarnir og leit og björgun á landi. 

Tímabundið 400 milljón króna framlag til eflingar löggæslu, sem veitt var af Alþingi við afgreiðslu fjárlaga yfirstandandi árs verður gert varanlegt, fjárheimild málaflokksins verður aftur á móti hækkuð um 357.4 milljónir vegna aukins rekstrarumfangs lögregluembætta sem er fjármagnað með sértekjum að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Til að uppfylla aðhaldskröfu gildandi fjármálaáætlunar eftir að hluta útgjaldasvigrúms málefnasviðsins til nýrra verkefna hefur verið nýtt verður fjárheimildin lækkuð um 124,3 milljónir.

Framlag til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður lækkað um 20.4 milljónir króna vegna flutnings starfsmanns af ákærusviði embættisins til ríkissaksóknara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK