Hlutir í bönkunum ekki seldir á næsta ári

Ríkið á 100% hlut í Íslandsbanka, 98,2% í Landsbankanum og ...
Ríkið á 100% hlut í Íslandsbanka, 98,2% í Landsbankanum og 13% í Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skuldir ríkissjóðs nema í dag um 900 milljörðum en gert er ráð fyrir að þær verði komnar niður í 859 milljarða fyrir lok næsta árs. Þar með verður nettó skuldahlutfall ríkissjóðs komið niður í 26,7%. Ef eignarhlutur ríkisins í viðskiptabönkunum yrði seldur væri hægt að lækka skuldir ríkissjóðs niður í um 100 milljarða. Þetta kom fram á kynningarfundi fyrir fjárlagafrumvarp næsta árs í morgun.

Ekki stendur þó til að selja eignahlutina á næsta ári. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is. „Það er ekki gert ráð fyrir því í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Benedikt spurður um mögulega sölu hlutabréfanna.

Hann tekur þó fram að sala á bréfunum hefði í raun ekki bein fjárhagsleg áhrif. „Má benda á að þar sem ríkið á þessa tvo banka 100%, þá breytir sala bara eign í hlutabréfum í eign í peningum þannig að það hefur ekki bein fjárhagsleg áhrif nema að það er hægt að nota peningana til að greiða niður skuldir.“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir