Fá lönd jafnháð ferðaþjónustu

Ferðamenn við spegilslétta Reykjavíkurtjörn.
Ferðamenn við spegilslétta Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Golli

Fáheyrt er að ríki sé jafnháð ferðaþjónustu og Ísland sem skipar áttunda sætið á lista yfir ferðaþjónustuútflutning á hvern íbúa. 

Þetta var meðal þess sem kom fram fundi sem greiningardeild Arion banka stóð fyrir í morgun. Eina sjálfstæða ríkið sem er fyrir ofan Ísland á listanum er Lúxemborg en efst er Makaó sem ber höfuð og herðar yfir næsta ríki á eftir, Sint Maarten. 

Metið er að ferðaþjónustuútflutningur á hvern Íslending sé líklega um sex sinnum meiri en á hvern Spánverja og svipaða sögu má segja af Króatíu, Portúgal og Noregi. 

Úr úttekt Arion banka

Samkvæmt spá greiningardeildarinnar fjölgar ferðamönn­um á Íslandi um 11% á næsta ári og verða þeir í heild­ina 2,5 millj­ón­ir. Í svartsýnustu spánni fækkar ferðamönnum á næstu þremur árum niður að því stigi sem var árið 2015. Helsti óvissuþátt­ur­inn er þróun flug­fram­boðs á næstu árum. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir