Gagnrýna skatta á tekjur netrisa

Mörg Evrópuríki vilja fara í hart við Google og Facebook ...
Mörg Evrópuríki vilja fara í hart við Google og Facebook og önnur netfyrirtæki vegna skattamála. AFP

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur gagnrýnt tillögur nokkurra Evrópuþjóða um að skattleggja tekjur stærstu netfyrirtækjanna. Er tillagan sögð tímabundin lausn í besta falli sem gæti skapað vandamál.

Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Spánn hafa lagst á eitt í leit að leiðum sem samrýmast Evrópulöggjöf til þess að skattleggja tekjur stórra netfyrirtæki sem þar sem þær falla til. Vaxandi óánægja er með það að fyrirtæki á borð við Google, Apple og Facebook komist hjá því að greiða skatta með því að setja upp starfsemi í lágskattaríki eins og Írlandi. 

„Skattar á tekjur eru kjánalegir,“ segir Pascal Saint-Amans, forsvarsmaður skattastefnumótunar hjá OECD. Hann segir að þess konar skattar komi sér illa fyrir fyrirtæki sem skili tapi og nefnir Netflix sem er enn ekki arðbært vegna mikilla fjárfestinga og útþenslu. 

Fjármálaráðherra Frakklands Bruno Le Maire kvartaði í ágúst yfir því að OECD og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins væru of svifasein í málinu. 

Nokkur Evrópuríki hafa dregið netfyrirtæki fyrir dómstóla en í júlí vann Google mál gegn franska ríkinu og slapp þannig við að greiða þann rúma milljarð evra sem franska ríkið heimtaði. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir