Hagur Borgarbyggðar batnar

Borgarnes. Hagur Borgarbyggðar hefur batnað mikið á síðustu tveimur árum.
Borgarnes. Hagur Borgarbyggðar hefur batnað mikið á síðustu tveimur árum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagur Borgarbyggðar hefur batnað mikið á síðustu tveimur árum, samkvæmt tölum greiningadeildar Arion banka.

Í fréttatilkynningu frá Borgarbyggð segir að KPMG hafi tekið saman skýrslu um fjárhagslegar niðurstöður ársreikninga þeirra íslensku sveitarfélaga sem hafa yfir 1.500 íbúa frá árinu 2011. Á síðasta ári voru það 28 sveitarfélög sem höfðu yfir 1.500 íbúa af þeim 74 sem eru í landinu.

Í samantekt KPMG um Borgarbyggð hafi komið fram að hagur sveitarfélagsins hafi „batnað mjög á síðustu tveimur árum þegar fjárhagsleg staða þess er metin mið hliðsjón af þeim kennitölum sem fyrirtækið notar í samantekt sinni“.

Engin veikleikamerki hafi verið við kennitölur sveitarfélagsins, sem sé mikil breyting frá fyrri árum. „Á árunum 2011-2014 voru árlega 10-11 veikleikamerki hjá Borgarbyggð samkvæmt þessari greiningu, þau voru sex á árinu 2015 og ekkert á árinu 2016. Þetta er mesti viðsnúningur eins sveitarfélags í þessu sambandi á þeim tíma sem KPMG hefur unnið þessa greiningu,“ segir í tilkynningu Borgarbyggðar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir