Lindex opnar verslun á Akranesi

Mátunarklefar Lindex.
Mátunarklefar Lindex. Ljósmynd/Aðsend

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. 

Verslunin verður um 360 fermetrar að stærð og verður staðsett í miðbæ Akraness á Dalbraut 1, við hlið bókaverslunar Eymundssonar og Krónunnar. Með þessari breytingu mun allt húsnæði í miðbænum vera útleigt að fullu.

Lindex rekur nú sjö verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni, á Akureyri, Laugavegi og Reykjanesbæ ásamt netverslun, og eru starfsmenn fyrirtækisins samtals 100.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir