Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas

Áætlunarflug til Dallas hefst í maí.
Áætlunarflug til Dallas hefst í maí. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas í maí á næsta ári, flogið verður fjórum sinnum í viku. Borgin verður tuttugasti áfangastaðurinn sem Icelandair býður upp á í leiðarkerfi sínu en áfangastöðum félagsins fjölgar í 49 í heildina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 

„Við höfum lengi horft til Dallas sem áfangastaðar sem fellur vel að leiðakerfi okkar og þéttir og styrkir tengiflugið til og frá Evrópu. Flugtíminn er tæplega 8 klukkustundir og Boeing 757-vélar okkar eru afar hagkvæmur kostur fyrir þessa flugleið,“ er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, í tilkynningunni. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir