Farsímahulstur innkölluð vegna terpentínu

Hulstrin brotna auðveldlega með þeim afleiðingum að terpentína lekur úr ...
Hulstrin brotna auðveldlega með þeim afleiðingum að terpentína lekur úr þeim. Ljósmynd/Aðsend

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Victoria's Secret-farsímahulstrum fyrir iPhone. Hulstrin voru seld í verslun Victoria's Secret á Keflavíkurflugvelli og seld 22 eintök hér á landi. Hulstrin eru gerð úr plasti sem inniheldur vökva og glimmer en samkvæmt tilkynningunni geta þau auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína lekur úr hulstrinu. Ef vökvinn snertir húð getur hann valdið óþægindum eða bruna.

Þegar hafa verið tilkynnt nokkur slys en engin hér á landi en eigendur hulstranna eru hvattir til að hætta notkun þeirra strax. Símahulstrunum má skila gegn fullri endurgreiðslu á skrifstofu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Sérstaklega er tekið fram að neytendur þurfi ekki brottfararspjald til að hafa aðgang að skrifstofu Fríhafnarinnar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir