Mestur samdráttur hjá lundabúðum

Erlend kortavelta í gjafa- og minjagripaverslunum dróst saman um 17,1%.
Erlend kortavelta í gjafa- og minjagripaverslunum dróst saman um 17,1%. mbl.is/Styrmir Kári

Töluvert hefur dregið úr vexti í kortaveltu ferðamanna og í ágúst var meðalneysla á hvern erlendan ferðamann 10% minni en í ágúst í fyrra. Þeir útgjaldaliðir sem dragast helst saman á milli ára eru gjafa- og minjagripaverslun sem minnkar um 17,1% og flokkurinn önnur verslun sem lækkar um 10,5%

Vöxtur í fjölda ferðamanna í ágúst var mun meiri en vöxtur í erlendri kortaveltu þannig að hver ferðamaður ver um 10% lægri upphæðum með greiðslukortum til kaupa á vöru og þjónustu en fyrir ári samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. 

Verslun í heild jókst þó um 3,3% frá ágúst í fyrra en mestur vöxtur í verslun varð í dagvöruverslun, eða 18,3%. Kenningar eru um að erlendir ferðamenn velji í auknum mæli að kaupa mat í dagvöruverslunum fremur en á veitingahúsum og fótur gæti verið fyrir þeirri kenningu þar sem vöxtur í erlendri kortaveltu veitingahúsa nam aðeins 4,8% í ágúst að því er fram kemur í tilkynningu Rannsóknarseturs verslunarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK