Opnun hótelsins tafist um hálft ár

Bláa lónið er einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna hérlendis.
Bláa lónið er einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna hérlendis. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Opnun nýs fimm stjörnu hótels við Bláa lónið mun tefjast um hálft ár miðað við það sem upphaflega var lagt upp með. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Við gerum ráð fyrir því að taka hótelið í notkun í byrjun næsta árs. Framkvæmdin er í sjálfu sér á áætlun en vegna breyttrar þarfagreiningar, meðal annars vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna, ákváðum við að breyta verkefninu nokkuð og það kallar eðlilega á ákveðnar tafir,“ segir Grímur.

Verktakafyrirtækið Jáverk sér um byggingu hótelsins og nýs upplifunarsvæðis í hrauninu við lónið. Í viðtali sem birt var við Grím í ViðskiptaMogganum í júní í fyrra kom fram að hótelið verði ríflega 60 herbergi og meðal annars búið svítum og nokkrar þeirra verða búnar „einkalónum“.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir