Fækka framkvæmdastjórum og jafna kynjahlutföll

Tryggingafélagið VÍS fækkar framkvæmdastjórum í nýju skipuriti og jafnar kynjahlutföll …
Tryggingafélagið VÍS fækkar framkvæmdastjórum í nýju skipuriti og jafnar kynjahlutföll í framkvæmdastjórn. mbl.is/Eggert

Tryggingafélagið VÍS fækkar framkvæmdastjórum í nýju skipuriti og jafnar kynjahlutföll í framkvæmdastjórn. Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að framkvæmdastjórarnir verði nú fjórir í stað sex áður og stjórnendur 26 í stað 33.

Aukin áhersla verður þá lögð á öfluga þjónustu við viðskiptavini og stafrænar lausnir. Er þetta sagt vera gert til að búa fyrirtækið betur undir þær framtíðaráskoranir sem blasa við.

Með hinu nýja skipuriti verður Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu, Guðný Helga Herbertsdóttir verður framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og Ólafur Lúther Einarsson verður framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi. Valgeir M. Baldursson kemur nýr til félagsins og verður framkvæmdastjóri fjárfestinga og reksturs, en hann var áður forstjóri Skeljungs.

Þeir Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Guðmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, láta hins vegar af störfum í kjölfar þessara breytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK