Mikill munur á tilboðum í niðurrif

Sementsverksmiðjan á Akranesi hverfur senn.
Sementsverksmiðjan á Akranesi hverfur senn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls bárust 12 tilboð í niðurrif Sementsverksmiðjunnar á Akranesi en tilboð voru opnuð í síðustu viku. Mikill munur var á lægsta og hæsta tilboði eða 819 milljónir króna.

Eftirtalin tilboð bárust, raðað eftir fjárhæðum. Work North ehf. 175.279 þúsund krónur, ABLTAK ehf. 274.790, Ellert Skúlason ehf. 279.620, Skóflan hf. 378.000, G. Hjálmarsson hf. 460.838, Háfell ehf. 495.048, Þróttur ehf. 509.585, Ístak hf. 556.088, Wye Valley 618.969, Íslandsgámar hf. 666.575, Húsarif ehf. 794.210 og sérfélag stofnað um verkefnið 994.790 þúsund krónur.

Kostnaðaráætlun Mannvits var rúmar 326 milljónir króna.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir