Áformar að stækka hlut sinn í RB

Reiknistofa bankanna er innviðafyrirtæki í fjármálaþjónustu hér á landi.
Reiknistofa bankanna er innviðafyrirtæki í fjármálaþjónustu hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Heimisson hefur áform um að stækka frekar við hlut sinn í Reiknistofu bankanna en 7,2% hlutur hans hefur ekki verið færður í hlutaskrá RB vegna mótmæla frá Sparisjóði Höfðhverfinga. 

Deilt hefur verið eignarhald á 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna í tæplega eitt og hálft ár en ágreiningurinn snýst um forkaupsrétt Sparisjóðs Höfðhverfinga. Gangi kaup Mentis ehf., félags í eigu Gísla Heimssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og bankasviðs Kviku, á hlutunum eftir hefur félagið hug á að stækka hlut sinn í RB enn frekar.

„Ég er búinn að ræða við stærri bankana um að kaupa af þeim líka. Þeir þurfa samkvæmt samkomulagi við Samkeppniseftirlitið að selja allt að þriðjung af sínum hlut en ég hef rætt við þá um að þeir fari niður í allt að 10% þannig að þeir eigi ekki lengur virkan eignarhlut. Ég er með fjárfesta í það verkefni og tel að það væri hægt að fella úr gildi sáttina við Samkeppniseftirlitið ef bankarnir eiga ekki lengur virkan eignarhlut. Sáttin takmarkar starfsemi RB verulega og ef hún væri ekki til staðar þá væru miklir möguleikar fólgnir í starfseminni.“

Nána er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir