Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings.

Um 10% af fjárhæðinni eða um 2,7 milljarðar króna urðu eftir í félögunum tveimur, samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum og fjallað er um í blaðinu í dag.

Íslenskum lífeyrissjóðum var ekki boðið að kaupa 6% hlut Seðlabankans í Kaupþingi fyrir um ári. Þetta segja forsvarsmenn helstu lífeyrissjóða landsins í Morgunblaðinu.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir