Byggja nýtt hótel á Grensásvegi

Grensásvegur 16A er á horni Fellsmúla og Grensásvegar.
Grensásvegur 16A er á horni Fellsmúla og Grensásvegar. mbl.is/Styrmir Kári

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 80 herbergja hótel á Grensásvegi 16a. Við hlið hótelsins verður jafnframt opnað hostel.

Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, segir áformað að opna hótelið síðla næsta sumar. Hann segir aðspurður að aðstandendur verkefnisins sjái mikil tækifæri í uppbyggingu hótels á þessum reit. Styrking krónu og aðrar sveiflur á markaði hafi ekki áhrif á áformin.

Búið er að rífa bílastæði milli Grensásvegar 16a, sem er gamla ASÍ-húsið, og Síðumúla 39. Á þeirri lóð verður niðurgrafinn bílakjallari á tveimur hæðum og hostel á tveimur hæðum. Á hostelinu verður svefnpláss fyrir fleiri gesti.

Grensásvegur 16a er hornhús, á horni Grensásvegar og Fellsmúla. Húsið verður hækkað og það klætt að utan á nýjan hátt. Vestan við húsið er sambærilegt hús í Síðumúla. Þar verða íbúðir fyrir almennan markað.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir