Telja uppsveifluna hafa náð hámarki

Uppbygging við Reykjavíkurhöfn.
Uppbygging við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Uppsveiflan efnahagslífsins náði hámarki á síðasta ári þegar hagvöxtur nam 7,4%. Útlit er fyrir allmyndarlegan hagvöxt á þessu ári en að í kjölfarið dragi jafnt og þétt úr vextinum. Þetta segir í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka en þar er gert ráð fyrir 4,5% hagvexti í ár, 2,8% vexti á næsta ári og 2,3% hagvexti árið 2019.

Þjóðhagsspáin er gefin út tvisvar á ári og var kynnt á fjármálaþingi Íslandsbanka sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þar er farið yfir helstu hagtölur þjóðarbúsins og þær settar í samhengi við stöðu heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins.

Í greiningunni kemur fram að þótt vöxturinn verði hægari en undanfarið beri hann fremur merki aðlögunar að jafnvægi en bakslags. Aukin umsvif heimilanna verði helsti burðarás vaxtar á spátímanum þar sem einkaneysla og íbúðarfjárfesting taki við af þjónustuútflutningi og fjárfestingu atvinnuvega. 

Metið er svo að verðbólga fari yfir markmið Seðlabanka Íslands, hún verði 1,9% í ár, 3% á næsta ári og 2,8% árið 2019. Þá spáir Greining Íslandsbanka því að hraður vöxtur verði í íbúðarfjárfestingum, hann verði 27% í ár og 20% á næsta ári. 

Nánar um þjóðahagsspá Greiningar Íslandsbanka. 

Frá fjármálaþingi Íslandsbanka.
Frá fjármálaþingi Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK