Fjölgun gistinátta úr 27% í 2%

Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar.
Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Gistinætur á hótelum í ágúst voru 457.600 hér á landi í ágúst og jókst fjöldi þeirra um 2% frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta er talsvert minni aukning en hefur verið undanfarin ár, en gistinóttum fjölgaði til að mynda um 27% í ágúst í fyrra og um 22% í ágúst árið 2015. Þetta má sjá í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.

Þetta er fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgun gistinótta er undir tveggja stafa tölu, en í maí var hún 8%, í júní 6% og júlí og ágúst 2%. Frá því í ágúst árið 2014 hafði aukningin verið mæld í tveggja stafa tölum, eða frá 11% og upp í 57% þegar bornir voru saman mánuðir við sama mánuð árið áður.

Mest fjölgun á Suðurnesjum

Fjöldi gistinátta á síðustu 12 mánuðum er tæplega 4,2 milljónir og hefur aukist um 21% frá sama tíma fyrir ári.

Um 53% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu í ágúst, eða 243.600, sem er 2% aukning miðað við ágúst 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 28.600 sem er 33% aukning frá fyrra ári, en á sama tíma jókst framboð herbergja á Suðurnesjum um 64%. Einnig fjölgaði gistinóttum á Vesturlandi og Vestfjörðum (4%) og á Suðurlandi (3%), en gistinóttum á hótelum fækkaði frá sama mánuði í fyrra á Norðurlandi (11%) og á Austurlandi (3%).

87% nýting herbergja á hótelum í ágúst 2017

Herbergjanýting í ágúst 2017 var 87,4%, sem er lækkun um rúm þrjú prósentustig frá ágúst 2016 þegar hún var 90,5%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 5,8%, mælt í fjölda herbergja. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 89,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK