Stórtækur vogunarsjóður horfir til Íslands

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjórnarformaður breska vogunarsjóðsins Landsowne Partners segist ætla að fjárfesta í eignum á Íslandi vegna þess hversu opið landið er fyrir hátækniþróun í Evrópu og vegna mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu. 

Þetta hefur fréttavefur Reuters eftir Stuart Roden stjórnarformanni en að hans sögn ætlar hann að bíða þangað til Ísland verði algjörlega opið fyrir erlendum fjárfestingum. Roden sagðist einnig vera hrifinn af flugfélaginu Lufthansa sem fjárfestingarkosti vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Þá mælti hann með fasteignamörkuðum í Berlín og Dyflinni.  

Í byrjun september greindi Financial News í London frá því að Lansdowne ætlaði að veðja á Ísland og Írland. „Það eru ótrúleg tækifæri á Íslandi og Írlandi sem erfitt er að finna annars staðar í heiminum,“ var haft eftir David Craigen, sjóðstjóra hjá Lansdowne. 

„Hagkerfi beggja landa hafa farið gegnum uppsveiflur og niðursveiflur. Nú eru þau í vexti með góða lýðfræði og undirliggjandi verðmætasköpun.“

Lansdowne var stofnaður árið 1998 og er með 19 milljarða punda í stýringu sem jafngilda um 2.680 milljörðum íslenskra króna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK