Samþykktu ekki niðurfellingu skulda

Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm fyrir Reykjanesbæ.
Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm fyrir Reykjanesbæ. mbl.is

Kröfuhafar Reykjanesbæjar samþykktu ekki niðurfellingar á skuldum sveitarfélagsins en bæjarstjórn þess hefur samþykkt lántöku að upphæð 3,6 milljarða króna frá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið er til allt að 38 ára.

Lánið ger­ir bæn­um kleift að end­ur­fjármagna meðal annars skuld­ir Reykja­nes­hafn­ar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfesti við vefinn Suðurnes.net að niðurfellingarnar hafi ekki verið samþykktar. Þar að auki samþykkti einn af kröfuhöfum Reykjaneshafnar ekki niðurfellingu á vöxtum. Kjartan Már vildi ekki gefa upp hver kröfuhafinn er.

Lánasjóður sveitarfélaga veitti lánsloforðið með þeim skilyrðum að endurskipulagning fjárhagssamstæðu Reykjanesbæjar leiði til þess að markmiðum aðlögunaráætlunar fyrir árin 2017 til 2022 verði náð. Einnig var það skilyrði sett að samkomulag liggi fyrir við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi frekari lántökur á tímabili aðlögunaráætlunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK