Bakkavör á hlutabréfamarkað í nóvember

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stefnt er að því að skrá minnst fjórðung hlutabréfa í matvælafyrirtækinu Bakkavör á hlutabréfamarkaðinn í Lundúnum í nóvember. Virði bréfanna gæti numið allt að 208 milljörðum íslenskra króna. 

Fréttavefur Reuters greinir frá málinu en í dag tilkynnti Bakkavör að fyrirtækið ætlaði að afla 100 milljóna punda með útgáfu nýrra hlutabréfa. Þá munu stofnendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir selja af sínum hlut, sem og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. 

Tekjur Bakkavarar á síðasta ári námu 250 milljörðum króna og var hagnaður félagsins fyrir skatt tæpir 8,8 milljarðar króna. Rúm­lega 18.000 manns starfi hjá fyr­ir­tæk­inu um all­an heim en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1986. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir