Vogunarsjóður kaupir rúm 6% í Fjarskiptum

Ljósmynd/Aðsend

Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners hefur keypt 6,05% hlut í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone á Íslandi. Tilkynning þar um barst í gegnum Kauphöll Íslands rétt fyrir klukkan 11 í kvöld.

Fram kemur í tilkynningunni að viðskiptin hafi gengið í gegn 9. október, sama dag og tilkynnt var um að Samkeppniseftirlitið hefði samþykkt kaup Fjarskipta á stærstum hluta 365 miðla. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða viðskipti upp á rúman einn milljarð króna. Ekki er vitað hverjir seldu bréfin í félaginu.

Fram kom á mbl.is í byrjun mánaðarins að stjórnarformaður Lansdowne Partners, Stuart Roden, hefði tjáð fréttaveitunni Reuters að vogunarsjóðurinn ætlaði að fjárfesta í eignum á Íslandi vegna þess hversu opið landið væri fyrir hátækniþróun í Evrópu og vegna mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu.

Financial News í London greindi frá því í byrjun september að Lansdowne ætlaði að veðja á Ísland og Írland. „Það eru ótrúleg tækifæri á Íslandi og Írlandi sem erfitt er að finna annars staðar í heiminum,“ var haft eftir David Craigen, sjóðstjóra hjá Lansdowne.

„Hagkerfi beggja landa hafa farið gegnum uppsveiflur og niðursveiflur. Nú eru þau í vexti með góða lýðfræði og undirliggjandi verðmætasköpun.“

Lans­dow­ne var stofnaður árið 1998 og er með 19 milljarða punda í stýringu sem jafngilda um 2.680 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK