Versnandi horfur að mati stjórnenda

Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telji aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum.

Í frétt á heimasíðu SA má finna ítarlegri umfjöllun um könnunina en þar segir að stjórnendur meti auðveldara en áður að fá fólk til starfa og að rúmlega þriðjungur fyrirtækja finni nú fyrir skorti á starfsfólki. Búast megi við að á næstunni muni störfum fjölga hægar en um árabil því stjórnendur búist við 0,7% fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum eða sem nemur 900 störfum.

Þá búast stjórnendur við 2,4% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna á ársgrundvelli og að gengi krónunnar veikist um 4%. Þeir telja hækkun launakostnaðar vera meginskýringu á hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna.

Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands standa fyrir reglubundinni könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Hún er framkvæmd á hverjum ársfjórðungi af Gallup. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK