Icelandair hótel umhverfisfyrirtæki ársins

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir á afhendingu verðlaunanna ...
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir á afhendingu verðlaunanna í dag. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem er í dag. Umhverfisfyrirtæki ársins er Icelandair hótel en Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála fyrir snjallnet á Austurlandi.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela, veitt verðlaununum viðtöku en rökstuðningi dómnefndar segir að fyrirtækið hafi látið til sín taka á sviði umhverfismála. 

Til dæmis hafi stærsta starfsstöð fyrirtækisins náð árlegum rafmagnssparnaði og kaldavatnssparnaði sem jafngildi meðalársnotkun rúmlega 100 heimila, og árlegum heitavatnssparnaði sem jafngildi meðalársnotkun 260 heimila. 

Sigrún Björk Jakobsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir á afhendingu verðlaunanna ...
Sigrún Björk Jakobsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir á afhendingu verðlaunanna í dag. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnet veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Segir í rökstuðningi dómnefndar að með innleiðingu Snjallnetsins á Austurlandi hafi náðst verulegur árangur, meðal annars aukin flutningsgeta upp á 350 GWh á ári en það er á við árlega heimilisnotkun um 85 þúsund heimila eða 170 þúsund rafbíla. 

Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar verðlaunanna gerði grein fyrir valinu sem hún sagði hafa verið erfitt þar sem mörg frambærileg verkefni komu til greina. Í dómnefnd auk hennar sátu Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir